|

|
Velkomin að Höfnum , Hafnir-Sumarhús til leigu, Dúnsængur til sölu.
Hafnir á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu er fornt stórbýli og mikil hlunnindajörð.
Hafnir er lögbýli og í dag er þar stundaður hefðbundinn sauðfjárbúskapur og hrossarækt. Hlunnindi eru nýtt. Æðarvarp er í Landey. Að Höfnum er hreinsaður dúnn og seldar æðardúnssængur. Reki er í Höfnum og er hann nýttur.
Hægt er að fá keypt veiðileyfi í silungsvötn.
Einstök náttúrufegurð er í Höfnum. Á vorin má fylgjast með sólinni sleikja hafflötinn og rísa á ný. Á Höfnum er mikið af fugli, má þar nefna lunda, langvíu, teistu, endur og æðarkollu auk annara tegunda. auðvelt er að komast í gott færi til að fylgjast með útsel og landsel við Selvíkurtanga. Ótakmarkaðar gönguleiðir eru í kring.
Sumarhús er til leigu að Höfnum.
Ábúendur á Höfnum eru Vignir Á. Sveinsson og Helga Ingimarsdóttir.
|
|
|
|
|